Fara í efni

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert og er markmiðið að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Á Héraði er löng hefð fyrir því að elstu börnin í Tjarnarskógi komi í heimsókn á bæjarskrifstofuna, hitti bæjarstjóra og fræðslustjóra og komi með ýmsar ábendingar um hvað megi betur fara í bænum og hvað þeim finnst vanta í nærumhverfið. Svo var einnig í dag og hingað komu rúmlega 30 hressir og prúðir krakkar og hittu Mörtu, leikskólafulltrúa. Haldin var fundur í fundarsal sveitarstjórnar þar sem krakkarnir komu með tillögur af því sem þeim finnst þurfa að bæta á Egilsstöðum, þau bentu meðal annars á að margar gangstéttar eru orðnar lélegar og sprungnar, sumstaðar vantar gangstéttir, girðingin í kringum Tjarnarland er skemmd, það vantar bíó og einhyrningastyttu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?