Fara í efni

Endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum

20.10.2021 Fréttir Egilsstaðir

Í haust hafa farið fram endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum. Þegar farið var að rýna í ástand pottanna kom í ljós að þeir voru verr farnir en búist var við. Við því þarf að bregðast og er nú unnið að því að lagfæra það sem hægt er og skipta út því sem þarf og verða pottarnir dúklagðir að öllu því loknu.

Má búast við því að þessar lagfæringar taki nokkrar vikur í viðbót en til að koma til móts við notendur laugarinnar að einhverju leyti hefur hitinn verið hækkaður í barnalauginni og er rennibrautarlaugin nýtt sem heitur pottur. Er hitastigið í honum í kringum 39 gráður á meðan á þessu stendur.

Er beðist velvirðingar á þeirri röskun sem á starfseminni verður á meðan unnið er að viðgerðum.

Sundlaug Egilsstaða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?