Fara í efni

Tendrun jólatrésins

Ljósin á jólatrénu á Djúpavogi verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu þann 28. nóvember klukkan 17:00 á Bjargstúni og mun grunnskólanemi kveikja ljósin venju samkvæmt.

Vegna þeirra takmarkana á samkomuhaldi sem í gildi eru um þessar mundir og eftir ráðleggingum aðgerðarstjórnar verður hins vegar hefðbundinni jólatrésskemmtun því miður aflýst og fara því engir jólasveinar á stjá og ekki verður um neina samkomu við tilefnið að ræða.

Í stað þess verður börnum í leik- og grunnskóla Djúpavogs boðið upp á notalega aðventustund á skólatíma.


Getum við bætt efni þessarar síðu?