Fara í efni

Enn um endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum

17.11.2021 Fréttir Egilsstaðir

Líkt og áður hefur komið fram hafa í haust farið fram endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum. Við skoðun á pottunum kom í ljós að á plötuskilum var leki inn í pottana og þurfti að koma í veg fyrir hann. Gamli rennusteinninn var brotinn úr og pottarnir steyptir upp í rétta hæð. Einnig er búið að bora út alla gömlu nuddstútana og setja nýja í staðin. Dúklagningamenn hafa verið að störfum frá því á mánudag 15. nóvember og miðar verkinu vel. Eftir að dúkur hefur verið lagður á pottana verður lagfært í kring og að lokum kerfinu öllu komið í gang. Ef allt gengur að óskum, sem við trúum og vonum að verði, má búast við því að hægt verði að opna endurbætta og glæsilega potta seinni part næstu viku.

Minnt er á að til að koma til móts við notendur laugarinnar að einhverju leyti hefur hitinn verið hækkaður í barnalauginni og er rennibrautarlaugin nýtt sem heitur pottur. Er hitastigið í honum í kringum 39 gráður á meðan á þessu stendur.

Aftur er beðist velvirðingar á þeirri röskun sem á starfseminni verður á meðan unnið er að viðgerðum.

Enn um endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?