Fara í efni

Félagsstarf eldri borgara, Seyðisfirði

Öldutún
Öldutún

Félagsstarf eldri borgara á Seyðisfirði er smá saman að detta í fastar skorður eftir sumarið.

Handavinna hefst á morgun, miðvikudaginn 8. september, í Öldutúni. Handavinna er frá klukkan 13-17. Allir velkomnir.

Opnir tímar í íþróttasal eru á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 14-15. Vakin er athygli á því að frítt er fyrir eldri borgara og öryrkja í líkamsrækt og sund í Múlaþingi.

 

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?