Fara í efni

Ferguson dráttarvélar til sölu

10.10.2022 Fréttir Djúpivogur

Múlaþing auglýsir til sölu tvær Ferguson 135 dráttarvélar árgerð 1973 - 1974.
Vélarnar eru báðar gangfærar, með vökvastýri og í fínu standi. Vélarnar eru til sýnis í þjónustumiðstöð Múlaþings á Djúpavogi og frekari upplýsingar veitir Sigurbjörn Heiðdal í síma 864 4911.

Tilboðum í vélarnar skal skila rafrænt á netfangið mulathing@mulathing.is merkt „tilboð í dráttarvél UD 445“ og ,,tilboð í dráttarvél án númers“ eigi síðar en klukkan 10:00 þann 25. október 2022.

Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.                                       

       

Ferguson dráttarvélar til sölu
Getum við bætt efni þessarar síðu?