Fara í efni

Fjarðarborg fagnar 50 ára afmæli

27.10.2023 Fréttir

Félgsheimilið Fjarðarborg fagnar á þessu ári því að liðin eru 50 ár frá vígslu Fjarðarborgar. Það má með sanni segja að húsið hafi verið vagga menningar- og samkomulífs á Borgarfirði æ síðan þar sem fjölbreytt starfsemi hefur verið starfrækt í gegnum árin. Nú eru hafnar framkvæmdir á húsinu en til stendur að fara í allsherjar endurbætur á húsinu að innan sem utan og áætlað að framkvæmdum verði lokið árið 2025. Uppbyggingin mun bæta aðgengi og tryggja Borgfirðingum og gestum þeirra áframhaldandi aðstöðu í félagsheimilinu.

Í kvöld, 27. nóvember 2023, verður af þessu tilefni efnt til veislu fyrir Fjarðarborg í Fjarðarborg og því merka og mikilvæga menningarlífi sem hefur blómstrað innan félagsheimilisins fagnað.
Sveitarfélagið óskar Borgfirðingum hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá uppbyggingu Fjarðarborgar. Myndir eru í eigu Sverris Aðalsteinssonar.

Fjarðarborg fagnar 50 ára afmæli
Getum við bætt efni þessarar síðu?