Fara í efni

Fjarðarheiðargöng: Opin hús

16.06.2022 Fréttir

Vegarerðin verður með opin hús í tengslum við kynningartíma umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga. Opnu húsin verða á eftirfarandi stöðum: 

  • 21. júní kl. 14:00-18:00 í Félagsheimilinu Herðubreið
  • 22. júní kl. 14:00-18:00 í Egilsstaðaskóla

Umhverfismatsskýrsla Fjarðarheiðarganga er nú í kynningu hjá Skipulagsstofnun. Öllum er velkomið að senda inn umsagnir um umhverfismatið og er frestur til þess til 5. júlí 2022. Umsagnir skulu berast til Skipulagsstofnunar. 

Tilgangur með opnum húsum er að vekja athygli á kynningartímanum sem nú er í gangi, hvetja fólk til að kynna sér niðurstöður umhverfismatsins og koma með ábendingar. 

Fulltrúar frá Vegagerðinni, hönnunar-, og umhverfismatsteymi verða á staðnum til að svara fyrirspurnum. 

Fjarðarheiðargöng: Opin hús
Getum við bætt efni þessarar síðu?