Fara í efni

Fjórða tunnan

05.09.2023 Fréttir

 

Útdeilingar á fjórðu tunnunni eru hafnar og verður byrjað á Egilsstöðum. Tunnunni er útdeilt samhliða tæmingunni á tunnunni sem hefur hingað til verið fyrir pappa, plast og málma. Þegar íbúar hafa fengið þurfa þeir að byrja að aðskilja pappa og plast og setja í sitthvort ílátið. Nýja tunnan verður merkt sem tunna fyrir plast.

Truflanir kunna að verða á umferð í íbúagötum rétt á meðan útdeilingu stendur en starfsmenn Íslenska Gámafélagsins annast hana. Eru íbúar beðnir um að taka vel á móti þeim.

Frekari upplýsingar um þær breytingar sem eru að eiga sér stað má nálgast hér:

Sorp breytingar

Fjórða tunnan
Getum við bætt efni þessarar síðu?