Fara í efni

Forsetahjónin heimsækja Seyðisfjörð

05.02.2021 Fréttir

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú komu til Egilsstaða í gær, fimmtudaginn 4. febrúar, og heimsækja Seyðisfjörð á dag, föstudaginn 5. febrúar. Á Egilsstöðum hittu forsetahjón fulltrúa þeirra fjölmörgu sem unnu í fjöldahjálparstöðinni í Egilsstaðaskóla sem komið var á laggir í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði þegar fjölmargir íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín.

Að dag, föstudaginn 5. febrúar, liggur leiðin til Seyðisfjarðar þar sem forsetahjón munu m.a. fá leiðsögn um aðstæður á skriðusvæðinu og kynna sér stöð sem sett hefur verið upp til að hreinsa muni úr Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði sem varð illa úti í skriðunum (http://www.tekmus.is/). Þá munu forsetahjón heimsækja Björgunarsveitina Ísólf, hitta nemendur, kennara og starfsfólk í Seyðisfjarðarskóla og ræða við fulltrúa frá almannavörnum ríkislögreglustjóra og Rauða krossinum.

Forsetahjón halda heimleiðis síðdegis í dag. 

Forseti Íslands og eiginkona hans; Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
Forseti Íslands og eiginkona hans; Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.
Getum við bætt efni þessarar síðu?