Fara í efni

Forskráning í listasmiðjur fyrir austfirsk börn og ungmenni

23.05.2023 Fréttir Seyðisfjörður

LungA listahátíð verður haldin á Seyðisfirði í tuttugasta og fjórða skiptið vikuna 9.-16. júlí næstkomandi. Í ár langar skipuleggjendum að leggja áherslu á að ná betur til nærsamfélagsins hér á Austfjörðum. Því stendur yfir sérstök forskráning í listasmiðjur fyrir austfirsk börn og ungmenni (4 ára og eldri). Forskráningunni líkur núna á fimmtudaginn 25. maí. Ásamt forgangi í smiðjurnar hlýst Austfirðingum sérstakur afsláttur á þátttökugjaldi. Sömuleiðis geta nemendur ME og VA fengið 2 einingar metnar með þátttöku.

Til að skrá sig þarf að fylla út sérstakt skráningarform (sjá hér: https://forms.gle/xHQAnacJ7o4o8x3f6). Forskráningarformið er sömuleiðis könnun á áhugasviði og hugmyndum þáttakenda um hvers konar smiðjum þeim þætti skemmtilegt og áhugavert að taka þátt í. Svörin verða svo nýtt í að sníða vinnusmiðjurnar og umgjörð þeirra. Nánari upplýsingar verða sendar á skráða aðila þegar fyrirkomulag liggur fyrir.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Halldóru Kristínu í halldora@lunga.is.

Forskráning í listasmiðjur fyrir austfirsk börn og ungmenni
Getum við bætt efni þessarar síðu?