Fara í efni

Frá aðgerðastjórn almannavarna

Frá aðgerðastjórn almannavarna

Í morgun kom upp kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði. Smitrakning stendur yfir og er viðbúið að töluverður fjöldi verði settur í sóttkví. Ákveðið var að bjóða upp á skimun á Seyðisfirði á morgun í tengslum við smitrakninguna, þeir aðilar sem skimun nær til verða látnir vita. Aðra hvetjum við til að vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku ef minnsti grunur um kórónuveirusmit. Sýnataka er í boði á Egilsstöðum klukkan 11:30 og á Reyðarfirði klukkan 12:45 og hægt er að bóka sig í sýnatöku á heilsuveru.is.

Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu sóttvarna og biðlar til fólks að sinna vel persónubundnum sóttvörnum. Von er á frekari tíðindum fljótlega og mun aðgerðastjórn upplýsa um stöðu mála þegar hún liggur fyrir.

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?