Fara í efni

Frá Bókasafni Héraðsbúa

Bókasafn Héraðsbúa er lokað föstudaginn 6. maí vegna aðalfundar Austfiskrar upplýsingar, félags starfsfólk bókasafna á Austurlandi og vegna fræðsluferðar starfsfólks Safnahúss.

Þá viljum við segja frá því að nú eru bókasöfnin í landinu að skipta um bókasafnskerfi og því verða ýmsar aðgerðir í tölvukerfunum takmarkaðar.

Eftir þessa viku verður ekki hægt að skrá nýtt efni inn í kerfið og gildir það þangað til nýja kerfið opnar á tímabilinu 9.-13. júní.

Á þessum vikum verður áfram hægt að fá lánaðar bækur og skila.

Við sendum nánari upplýsingar um þau áhrif sem kerfisskiptin hafa á starfsemi bókasafnsins þegar þær liggja fyrir.


Getum við bætt efni þessarar síðu?