Fara í efni

Frá Bókasöfnunum í Múlaþingi

31.05.2022 Fréttir

Nú eru bókasöfn landsins að skipta um tölvukerfi og hefur gamla kerfinu verið lokað. Við tekur millibilsástand þangað til um eða eftir miðjan júní en þá opnar nýja kerfið. Eins og áður hefur komið fram getum við ekki sett fram nýtt efni meðan á þessu stendur. Þá getum við ekki framlengt útlán, framlengt skírteini eða skráð nýja lánþega fyrr en eftir miðjan júní.

Við getum samt áfram lánað út eldra efni.

Kærar þakkir fyrir skilninginn og þolinmæðina.

Starfsfólk Bókasafnanna í Múlaþingi.

Frá Bókasöfnunum í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?