Fara í efni

Frábær mæting á opnun listsýningar

19.05.2025 Fréttir

Á dögunum var sýningin Allir ólíkir, allir saman opnuð í Bókasafni Héraðsbúa en sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra.

Opnunin var hátíðleg og mættu listamenn, aðstandendur þeirra og aðrir listunendur til þess að vera viðstaddir.

Sýningin verður aðgengileg á Bókasafni Héraðsbúa út júnímánuð og eru öll hvött til þess að kíkja á þau bráðskemmtilega og fallegu verk sem þar eru til sýnis.

Nánar var fjallað um sýninguna fyrr í maí en það má lesa nánar um hana á vefsíðu Múlaþings fyrr í mánuðnum.

Flestar af myndunum sem fylgja fréttinni tók: Birna Kristín Guðnadóttir

Frábær mæting á opnun listsýningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?