Fara í efni

Framkvæmdir við Safnahúsið að hefjast

13.11.2025 Fréttir

Í gærmorgun undirritaði Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings samning við MVA um að reisa næsta áfanga við Safnahúsið á Egilsstöðum. Áður var búið að undirrita samning við Verkráð um að hafa eftirlit með framkvæmdinni.

Aðdragandinn að framkvæmdinni teygir sig aftur til ársins 1999 þegar þáverandi ríkisstjórn ákvað að leggja fé til uppbyggingar menningarhúsa á landsbyggðinni. Árið 2016 var skrifað undir viljayfirlýsingu milli ríkis og Fljótsdalshéraðs þess efnis að á Fljótsdalshéraði yrði féð nýtt í uppbyggingu Sláturhússins annars vegar og Safnahússins hins vegar. Fyrri áfanga þess verkefnis, framkvæmdum við Sláturhúsið, lauk haustið 2022 og með undirrituninni í gær hefst seinni áfanginn. Stefnt er að því að ljúka þeim kafla í júlí 2027.

Safnahúsið hýsir Minjasafn Austurlands, Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Bókasafn Héraðsbúa. „Það er ánægjulegt að sjá framkvæmdir við Safnahúsið loksins verða að veruleika. Húsið hýsir þrjár mikilvægar menningarstofnanir og nýja viðbyggingin mun gjörbylta starfsemi þeirra“ sagði Dagmar Ýr sveitarstjóri við undirritunina.

Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, Björg Björnsdóttir safnstjóri Mi…
Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, Björg Björnsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands, Jón Arnórsson byggingarstjóri MVA, Magnús Baldur Kristjánsson framkvæmdastjóri MVA, Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings, Stefán Bogi Sveinsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Á myndina vantar Kolbrúnu Erlu Pétursdóttur forstöðumann Bókasafns Hérðasbúa.
Getum við bætt efni þessarar síðu?