Fara í efni

Friðarstund í Bláu kirkjunni

08.12.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Sunnudaginn 10. desember er Alþjóða mannréttindadagurinn og í ár fagnar Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 75 ára afmæli.
Því er efnt til friðarsamveru á tröppunum fyrir utan bláu kirkjuna á Seyðisfirði að lokinni aðventuhátíð klukkan 18:50 (atburðurinn verður inni í kirkjunni ef veður verður ekki gott).
Mótmælt verður hvers kyns stríðsbrölti og ofbeldi og árásum á almenna borgara. Friðarhugvekja, söngur og tendrun friðarljóss.

Friðarstund í Bláu kirkjunni
Getum við bætt efni þessarar síðu?