Fara í efni

Frístundastarf í sveitarfélaginu kynnt á opnum fjarfundi

Kynningunni hefur verið frestað til 9. febrúar sökum sóttkvíar heimsóknargesta.

 

“Frístundastarfið í Múlaþingi er gróskumikið og lifandi og það er alltaf gaman að hafa tækifæri til þess að segja frá því,” segir Vigdís Diljá Óskarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála í Múlaþingi.

Á morgun miðvikudag fer fram opin kynning á frístundastarfi í sveitarfélaginu í fjarfundarformi. Kynningin hefst klukkan 11 og er aðgengileg í gegnum þennan hlekk.

 

“Kynningin er gott tækifæri fyrir þau sem vilja kynna sér betur það starf sem fram fer í félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins,” segir Vigdís sem sér um kynninguna fyrir hönd Múlaþings.

Þá mun verkefnastjóri frá Fjarðabyggð einnig kynna það frístundastarf sem unnið er þar.

Tilefni kynningarinnar er heimsókn Félags fagfólks í frítímaþjónustu til Egilsstaða.


Getum við bætt efni þessarar síðu?