Jólamarkaður Jólakattarins verður haldinn í Landsnetshúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 13. desember klukkan 10:00 til 16:00.
Fulltrúar sveitarstjórnar Múlaþings verða til viðtals meðan á markaðnum stendur og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að heilsa upp á þá.
Hið ómótstæðilega ketilkaffi að hætti skógarmanna verður á sínum stað og hægt að versla hátíðarmat sem framleiddur er á Austurlandi.
Austfirskt handverk ásamt fallegri gjafavöru verður á markaðnum sem og jólatré og skógarafurðir.