Fara í efni

Fyrirlestur fyrir foreldra um líðan barna á tímum Covid-19

Foreldrar í Múlaþingi eru hvattir til þess að fylgjast með fyrirlestri og spjalli sem ber yfirskriftina „Foreldrahlutverkið og staða barna á tímum COVID-19“ miðvikudaginn 9. desember frá klukkan 14:00 til 15:00. Skráning á fyrirlesturinn fer fram hér.

Áhersla verður lögð á líðan, orkudrykki og nikótínpúða en geta þátttakendur sent inn spurningar og tekið þátt í umræðunni. Fyrirlesturinn byggir á niðurstöðum úr tveimur könnunum sem lagðar voru fyrir á unglingastigi grunnskóla víða um land, þ.á.m á Héraði. Fyrri könnunin var lögð fyrir í febrúar síðast liðinn, fyrir Covid-19 faraldurinn, en sú seinni í október. Niðurstöðurnar gefa því nokkuð nákvæmar vísbendingar um áhrif faraldursins á unglingana.

Meðal þeirra sem taka til máls á miðvikudaginn er Salvör Nordal umboðsmaður barna en Pálmar Ragnarsson, körfuboltamaður, verður kynnir.

Múlaþing hvetur foreldra í sveitafélaginu eindregið til þess að nýta sér fyrirlesturinn og taka þátt.


Getum við bætt efni þessarar síðu?