Fara í efni

Fyrsta einbýlishúsið við Austurtún á Egilsstöðum er risið

24.11.2023 Fréttir

Um er að ræða um það bil 160m2 einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu sem stendur við nýja götu sem fékk nafnið Austurtún og er staðsett í Votahvammi á Egilsstöðum.
Byggingarframkvæmdir á staðnum hófust í lok júlí 2023, byggingartími fram undir fokheldi hefur því verið rétt um fjórir mánuðir. Stefnt er að afhendingu hússin til nýs eigenda nú í desember. Sami verktaki stefnir á byggingu tveggja hús við sömu götu á vormánuðum. Í Austurtúni og næstu götu Fífutúni eru lausar lóðir fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús.

Hægt er að kynna sér lausar lóðir í Múlaþingi á vef sveitarfélagsins undir Byggingarlóðir.

Fyrsta einbýlishúsið við Austurtún á Egilsstöðum er risið
Getum við bætt efni þessarar síðu?