Fara í efni

Fyrsta opnun ársins í Stafdal

05.01.2023 Fréttir

Skíðasvæði Stafdals var með fyrstu vetraropnun 2023 í gær, miðvikudaginn 4.janúar. Talið er að um 50 manns hafi skellt sér á skíði og snjóbretti og búist er við öðru eins næstu daga. Samkvæmt forstöðumanni skíðasvæðisins, Ashley Milne, fer fram mikill verknaður í fjallinu um þessar mundir til að opna fleiri svæði og vonast er til að hægt sé að opna alla leið á toppinn eins fljótt og auðið er.

Hefðbundnar skíðaæfingar hefjast á sunnudaginn næstkomandi en að auki verður boðið uppá freestyle og freeride námskeið fyrir börn og unglinga í vetur. Arran Milne mun sjá um freestyle námskeiðið og fer öll skráning fram á Sportable fyrir allan aldursflokk. Skráningin hefur farið fram úr björtustu vonum og samkvæmt þeim tölum má segja að útlit sé fyrir met aðsókn í Stafdal í vetur.

Gönguskíðabrautir verða að sjálfsögðu á sínum stað í vetur en ekki hefur verið lögð braut að svo stöddu. Hægt er að fylgjast með opnunum skíðasvæðis og gönguskíðabrauta á heimasíðu Stafdals.

Muna að gefa sér góðan tíma í að rifja upp taktana áður en tekið er á því.

 

Fyrsta opnun ársins í Stafdal
Getum við bætt efni þessarar síðu?