Fara í efni

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Seyðisfjarðarhöfn

03.04.2023 Fréttir

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er í Seyðisfjarðarhöfn um þessar mundir. 

Um er að ræða skipið Bolette sem kemur frá Englandi með tæplega 1400 farþega.

Skipið stoppar stutt við en lagt verður aftur upp klukkan 14:00 í dag. 

Handverksmarkaðurinn, Blóðberg, Seyðisfjarðarkirkja, Kjörbúðin og Kaffi Lára hafa opnað dyr sínar fyrir ferðafólki. 

Boilette þykir mjög glæsilegt, hlaðið veitingastöðum og verslunum með sundlaugum og leikhúsi svo fátt eitt sé nefnt en hægt er að skoða skipið með vefmyndavélum eða gera sér ferð á Seyðisfjarðarhöfn til að líta skipið augum. 

vefmyndavél 1   vefmyndavél 2

Ekki er von á öðru skemmtiferðaskipi til Seyðisfjarðar fyrr en í byrjun maí en hægt er að skoða skipakomur á skipadagatalinu inn á portsofmulathing.is ásamt öðrum nytsamlegum og fræðandi upplýsingum. 

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Seyðisfjarðarhöfn
Getum við bætt efni þessarar síðu?