Fara í efni

Garðyrkjustjóri Múlaþings

Umhverfis- og framkvæmdasvið Múlaþings óskar eftir að ráða garðyrkjustjóra til starfa hjá sveitarfélaginu. Garðyrkjustjórinn sér meðal annars um að sinna öllum gróðri í almenningsgörðum, á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins ásamt því að hafa yfirumsjón með vinnuskóla Múlaþings.

Um fullt starf er að ræða.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi 1. desember 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð :

 • Skipulagning, umsjón og eftirlit með með almenningsgörðum og opnum svæðum sveitarfélagsins
 • Kortlagning og framkvæmd verkefna
 • Yfirumsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins
 • Þjálfun og fræðsla flokksstjóra
 • Fylgjast með viðhaldi og öryggi véla og tækja
 • Klippingar og grisjun á trjám og runnum
 • Útplöntun á trjám, runnum, sumarblómum og haustlaukum
 • Garðsláttur
 • Viðhald á beðum, bekkjum og blómakörum
 • Umsjón með gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana sem og útboðsgagna

Menntunar- og hæfniskröfur :

 • Garðyrkjufræðingur með sveinspróf af skrúðgarðyrkju
 • Reynsla af verkstjórn
 • Mikil samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að vinna í teymi
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnátta í máli og ritun
 • Reglusemi og stundvísi
 • Líkamlegt hreysti
 • Almenn ökuréttindi og vinnuvélapróf er kostur
 • Frumkvæði, öguð vinnubrögð og röggsemi til verka

Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.

Öllum umsóknum skal fylgja rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Vinnustaðir Múlaþings eru tóbakslausir og fjölskylduvænir.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hugrún Hjálmarsdóttir, í gegnum netfangið hugrun.hjalmarsdottir@mulathing.is. Umsókn má finna hér.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má hér.

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?