Fara í efni

Gatnagerð og lagnir í Votahvammi

22.09.2022 Fréttir Egilsstaðir

Verkið Votihvammur II - Gatnagerð og veitulagnir var boðið út í lok ágúst. Í verkinu felast jarðvegsskipti vegna gatnagerðar og lagning fráveitulagna, vatnslagna, hitaveitulagna auk strengja fyrir Mílu og Rarik ásamt uppsetningu ljósastólpa.

Tilboðin voru opnuð þann 9. september síðastliðinn og bárust tvö tilboð. Samið hefur verið við lægstbjóðanda, Jónsmenn ehf., en tilboð þeirra hljóðaði upp á 87% af kostnaðaráætlun.

Verktakinn hefur hafist handa og eru vinnuvélar komnar á fullt í hverfinu. Reiknað er með verklokum í maí 2023 eða jafnvel fyrr ef vel gengur og veður lofar. Eftirlit með verkinu er í höndum Mannvits. Stefnt er að því að nýjum lóðum verði úthlutað fyrir áramót og verða þær auglýstar sérstaklega þegar þar að kemur. Áhugasamir geta kynnt sér fyrirliggjandi deiliskipulag hér.

Gatnagerð og lagnir í Votahvammi
Getum við bætt efni þessarar síðu?