Fara í efni

Gestir Safnahússins hvattir til að nota inngang Laufskógamegin

03.12.2025 Fréttir

Nú eru framkvæmdir komnar af stað við viðbyggingu Safnahússins á Egilsstöðum og má búast við að á verktíma þurfi starfsfólk og gestir að sýna sveigjanleika og taka tillit til tímabundinna aðstæðna.

Til að mynda viljum við nú hvetja gesti okkar, sem og annarra safna í húsinu, til að ganga frekar um innganginn Laufskógamegin, inn á miðhæð hússins, en innganginn að neðanverðu, Tjarnarbrautarmegin.

Báðir inngangar eru opnir en að neðanverðu verður að jafnaði talsverð umferð verktaka af ýmsu tagi og æskilegt að lágmarka gestakomur þeim megin. Ef gestir eiga erfitt með að ganga niður stigann er þó vitaskuld sjálfsagt að koma inn að neðanverðu.

Gestir Safnahússins hvattir til að nota inngang Laufskógamegin
Getum við bætt efni þessarar síðu?