Fara í efni

Gjöld vegna breytinga á tunnum á nýju ári

29.11.2023 Fréttir

Afhendingu fjórðu tunnunnar í Múlaþingi lauk í október síðastliðnum.

Á nýju ári verður tekið upp umsýslugjald sem verður innheimt þegar óskað er eftir breytingum á ílátum. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við veitta þjónustu og á ekki við ef breytingar eru vegna skemmda á ílátum sem eru ekki af völdum íbúanna sjálfra. Dæmi um slíkar skemmdir eru eðlilegt slit og skemmdir við sorphirðu.

Gjaldið á við þegar íbúi óskar eftir: fjölgun eða fækkun íláta, nýju íláti eða útskiptingu íláta. Húsráðendur bera ábyrgð á sínum sorpílátum og ber að halda þeim í góðu ástandi. Dæmi um slíkt er að búa tryggilega um þau til að sporna gegn hnjaski í veðri og vindum.

Íbúar eru hvattir til að láta vita ef fjórða tunnan hefur ekki borist á viðkomandi heimili, eða óska eftir breytingum á ílátum hjá sér, í gegnum netfangið umhverfisfulltrui@mulathing.is fyrir áramót. Taka skal fram heimilisfang, nafn og símanúmer ásamt tegund og stærð íláta sem verið er að óska eftir.

Tilkynningar sem berast fyrir lok þessa árs verða afgreiddar án endurgjalds.

   

Gjöld vegna breytinga á tunnum á nýju ári
Getum við bætt efni þessarar síðu?