Fara í efni

Góður árangur í knattspyrnu

21.09.2021 Fréttir

Á fundi byggðaráðs Múlaþings í dag, 21. september, var góðum árangri meistaraflokka kvenna og karla í knattspyrnu í sumar til umræðu og honum fagnað.

Annars vegar er um að ræða Fjarðabyggð/Höttur/Leikni er vann aðra deild kvenna og hins vegar Hött/Huginn er vann þriðju deild karla.

Á fundi byggðaráðs var samþykkt að veita rekstrarfélagi Hattar, er sér meðal annars um rekstur meistaraflokks karla og kvenna, viðbótar styrk að fjárhæð kr. 1.000.000, sem verði ráðstafað til að styrkja meistaraflokkslið karla og kvenna.

 

Góður árangur í knattspyrnu
Getum við bætt efni þessarar síðu?