Fara í efni

Götusýn Múlaþings

22.08.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Eflaust hafa margir nýtt sér götusýn Google maps annað hvort hér á landi eða úti í heimi. Gott getur verið að nýta sér þessa tækni til að ganga úr skugga um að vera á réttum stað. Google götusýn sýnir þér umhverfi staðsetningarinnar sem þú ert á, vilt komast á eða langar að skoða. 

Tæknin hefur svo sannarlega opnað heiminn en mörgum finnst ekki langt síðan að framrúðan í bílnum var eitt stórt landakort og farþegi hver ökutækis var skipaður leiðarvísir. Nú er tíðin hins vegar önnur og með þessu er hægt að fara nánast hvert sem er. 

Múlaþing var inn á þessari kortasjá en sökum þess hve langt er síðan Google sjálft var á landinu, þá var ýmislegt orðið úrelt og þurfti uppfærslu. Til að mynda hafði í þá daga ekki verið farinn inn að Borgarfirði né Hallormsstaðaskóg. 

Í vor barst Múlaþingi tilboð þess efnis að fá hingað austur aðila frá Sýndarferðum til þess að uppfæra og bæta við því sem þurfti. Var því merktur bíll sem keyrði hér um og myndaði allt bak og fyrir með sérstakri 360° myndavél. 

Sást þú bílinn? Ef svo er getur verið gaman að finna staðsetninguna og athuga hvort að manni sjálfum og fleirum bregði fyrir. 

         

Götusýn Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?