Fara í efni

Grenndarkynning Bakki 4 – umbúðamóttaka matshl. 13

Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 14. ágúst 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum:  Bakki 4 – umbúðamóttaka matshl. 13

Um er að ræða byggingu umbúðamóttöku við suðurgafl núverandi byggingar við Bakka 4, í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 30. júlí 2020 m.s.br.
 
 
Ábendingum eða athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið skipulag@djupivogur.is, eigi síðar en 1. október 2020. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra athugasemda eða ábendinga. Litið verður svo á, að þeir sem ekki koma á framfæri ábendingum eða gera athugasemdir séu samþykkir breytingunum.

Getum við bætt efni þessarar síðu?