Fara í efni

Grenndarkynning - Skólavegur 1

25.11.2020 Fréttir Skipulag í auglýsingu

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202011018 – Skólavegur 1 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.

Um er að ræða byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 6. október 2020.

Ábendingum eða athugasemdum skulu senda í síðasta lagi þann 17. desember 2020 í tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.

Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra athugasemda eða ábendinga. Litið verður svo á, að þeir sem ekki koma á framfæri ábendingum eða gera athugasemdir fyrir tilgreindan tíma teljast samþykkir tillögunni.

Grunnskóli, grunnmynd.
Grunnskóli, útlit. 

Grenndarkynning - Skólavegur 1
Getum við bætt efni þessarar síðu?