Fara í efni

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

05.10.2021 Fréttir Seyðisfjörður

Frétt frá í gær, mánudag 4. október.

Í kjölfar mikillar úrkomu undanfarna daga fóru mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan Seyðisfjarðar, að sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará væri kominn á hreyfingu. Um er að ræða 2-3.000 m2 fleka sem gæti fallið í Búðará og er í innri hluta farvegar stóru skriðunnar frá 2020. Mælitækin gefa einnig til kynna að hreyfing flekans hefur aukist nú í morgun. Í ljósi þessa mælti ofanflóðavakt með rýmingu níu húsa.

Mynd sem sýnir það svæði í hlíðinni sem er á hreyfingu. Um er að ræða 2-3.000 m2 fleka sem fallið gæti fallið í Búðará og er í innri hluta farvegar stóru skriðunnar frá 2020.

Rigningin undanfarna daga hefur haft áhrif á stöðuleikann á þessum fleka sem er í jaðri stóra skriðusársins sem hljóp úr í fyrra, en að öðru leyti virðist hlíðin vera stöðug. Hreyfingin sést bæði með radarmælingum en einnig með mælingum á speglum en ekki eru sjáanlegar hreyfingar annarsstaðar í hlíðinni. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist áfram náið með þróun mála.

Frétt fengin af Veðurstofu Íslands, sjá alla fréttina.

 

 

 

Mynd af síðu Veðurstofu Íslands.
Getum við bætt efni þessarar síðu?