Fara í efni

Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði aflýst

02.01.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Veðurstofan hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði frá í gær. Aflýsingin tekur gildi í dag klukkan 19:00. Rýmingum á Seyðisfirði er aflétt frá sama tíma og lokunum á Hafnargötu einnig.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Austurlandi er enn í gildi, sjá tilkynningu frá Veðurstofu; Hættustigi aflýst á Seyðisfirði en áfram óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum | Ofanflóð (vedur.is).

Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði aflýst
Getum við bætt efni þessarar síðu?