Fara í efni

Hafnir Múlaþings hafa frumsýnt nýjan vef

03.02.2023 Fréttir Tilkynningar Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Hafnir Múlaþings hafa frumsýnt nýjan vef sem hefur slóðina www.portsofmulathing.is

Hafnir Múlaþings eru þrjár, allar staðsettar á Austurlandi þar sem aðgengi að fjölbreyttum náttúruperlum Austurlands er frábært. Hvort heldur áhugi er á að skoða lundann í Hafnarhólma, Jökulsárlónið, Stuðlagil, stórbrotið fjallendi, þrönga firði eða gamla bæinn á Seyðisfirði þá er hver höfn fyrir sig lykilinn að Austurlandi. Þar að auki er flughöfn á Egilsstöðum sem telst þá til fjórðu hafnar Múlaþings í raun, þaðan er að hefjast millilandaflug á þessu ári. Egilsstaða „höfn“ verður gerð betri skil á hafnarvefnum er fram líða stundir.

 

Hafnarsíðunni er ætlað að þjónusta útgerðir, hvort heldur um er að ræða skemmtiferðaskipa eða annarskonar. Vefnum er einnig ætlað að þjóna þeim sem starfa við að þjónusta ferðamenn sem koma með skipum til hafna í Múlaþingi sem og íbúa sem vilja fylgjast með skipaumferð. Á vefnum er að finna gjaldskrá hafnanna, aðstöðu, dýpi, bryggjupláss og síðast en ekki síst dagatal sem sýnir bókuð skip við bryggju á öllum höfnum Múlaþings, frá deginum í dag og nokkur ár fram í tímann. Dagatalið er nýjung að því leiti að bókanir koma strax fram og á því að verða hagræðing fyrir alla hagaðila. Þar með talið útgerðirnar sem sjá hvort búið sé að bóka skip þann dag sem aðilum hugnast að bóka sitt skip. Með því gerum við okkur vonir um að það verði hægt að koma í veg fyrir of mikinn fjölda skipa á sama deginum. Við gerum okkur vonir um að hagræðingin muni felast í því að hægt verði að stýra skipakomum betur er fram líða stundir. Fyrirtækið Splitti hefur þróað dagatalið sem hafnir hringinn í kringum landið hafa eða munu taka í notkun. 

SS

Hafnir Múlaþings hafa frumsýnt nýjan vef
Getum við bætt efni þessarar síðu?