Fara í efni

Hammondhátíð á Djúpavogi

28.03.2023 Fréttir Djúpivogur

Nú fer að styttast í Hammondhátíð sem er haldin á Djúpavogi og hefst sumardaginn fyrsta.

Djúpavogsbúar taka virkan þátt í hátíðarhöldunum og bjóða upp á svokallaða utandagskrárviðburði. Þar verða bæði fastir liðir eins og venjulega í bland við nýjar uppákomur. Til dæmis verður hægt að byrja og enda daginn á ,,Við Voginn" þar sem verður bæði brunch og eftirpartý. Edrúlífið verður á sínum stað ásamt margvíslegri hreyfingu til að koma sér í gírinn fyrir kvöldið. Utandagskrána verður hægt að nálgast í Bóndavörðunni sem kemur út 18. apríl og á netinu. Enn er hægt að skrá sína viðburði en síðasti dagur til að skila inn viðburðum og efni í Bóndavörðuna er 3. apríl.

Verkefnastjóri menningarmála hjá Múlaþingi heldur utan um utandagskrá Hammondhátíðar og er hægt að hafa samband við hana til að vera með í dagskrá á heiddis.gudmundsdottir@mulathing.is. Til að senda efni og viðburði í Bóndavörðuna skal hafa samband við ritstjóra, Gretu Samúelsdóttur hjá greta@lefever.is.

Hammondhátíð á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?