Fara í efni

Haraldur Gústafsson íþróttamaður ársins hjá BFSÍ

27.11.2023 Fréttir

Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur hreppir titilinn Íþróttamaður ársins hjá BFSÍ. Haraldur byrjaði í íþróttinni árið 2012 og er því búinn að vera að keppa í rúman áratug og hefur lengi langað í þennan titil. Haraldur endaði hæstur karla með 3,92 stig í útreikningi, næst efsti var með var með 3,67 stig í útreikningi. Austfirskir íslandsmeistarar í bogfimi

Haraldur sýndi slíka yfirburði í sinni grein á Íslandi á árinu að sá árangur dugði honum til þess að taka titilinn.

Haraldur var skráður til þátttöku á EM og HM á árinu en EM í febrúar var aflýst vegna nátttúruhamfara í Tyrklandi og Haraldur þurfti því miður að aflýsa þátttöku sinni á HM í júlí vegna bráðra veikinda degi fyrir mótið.

Haraldur Gústafsson var einnig valinn sveigbogamaður ársins hjá BFSÍ og fjallað er nánar um hann og hans árangur í frétt á archery.is.

 

Við óskum Haraldi til hamingju með titlana 

Haraldur Gústafsson íþróttamaður ársins hjá BFSÍ
Getum við bætt efni þessarar síðu?