Fara í efni

Hefill til sölu

01.06.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Múlaþing auglýsir til sölu Hefil Volvo G746B, árgerð 2002. Hefillinn er keyrður 13.937 tíma. Skráningarnúmer HO 0306 og bílnúmer LGX17.

Hefillinn er til sýnis við áhaldahúsið á Seyðisfirði og frekari upplýsingar veitir Gunnlaugur Friðjónsson í síma 896 1505.

Hefillinn hefur verið notaður af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar Múlaþings á Seyðisfirði síðustu ár við snjómokstur og tilfallandi verkefni og er það ósk þjónustumiðstöðvar Múlaþings að hefillinn verði áfram staðsettur á Seyðisfirði amk. á veturna og geti nýst við snjómokstur.

Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mulathing@mulathing.is merkt „Tilboð í Hefil“ eigi síðar en kl. 10:00 þann 8. júní 2022.

Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum berist ekki viðunandi tilboð.

Hefill til sölu
Getum við bætt efni þessarar síðu?