Fara í efni

Heiðarleiki skiptir mestu máli gagnvart börnunum

Gott er að að nota tækifærið sé vilji hjá barninu til þess, að tala um það sem því liggur á hjarta a…
Gott er að að nota tækifærið sé vilji hjá barninu til þess, að tala um það sem því liggur á hjarta auk þess að tala um samkennd og sorg.

Þegar alvarlegir atburðir gerast eru börn alltaf berskjölduð þar sem þau hafa ekki sama möguleika og fullorðið fólk á að skilja og vinna úr því sem gerist.

  • Börnin treysta á að hinir fullorðnu verndi, passi upp á þau og séu góðar fyrirmyndir. Ef þetta gleymist eru börnin skilin eftir berskjölduð gagnvart aðstæðum og ástandi sem þau eiga erfitt með að skilja og er óttavekjandi.
  • Það er slæmt ef fullorðið fólk bregst við alvarlegum atburðum á ýktan hátt í návist barna. Stjórnlausar tilfinningar eins og ofsahræðsla/kvíði og ýkt hegðun eins og að missa stjórn á gjörðum sínum ýtir undir öryggisleysi, ótta og vanmátt barnsins.
  • Heiðarleiki skiptir miklu máli í umræðum milli fullorðinna og barna um atburðinn. Besta leiðin sú að spyrja þau um hvað þau viti og hvort þau vilji vita eitthvað sérstakt og láta svo spurningar þeirra leiða umræðuna í stað þess að halda langa tölu. Ekki þykjast vita svör við öllu.
  • Mikilvægt að setja orð á þær tilfinningar sem koma upp og útskýra að það sé eðilegt að upplifa alls konar tilfinningar. Gott er að að nota tækifærið sé vilji hjá barninu til þess, að tala um það sem því liggur á hjarta auk þess að tala um samkennd og sorg.
  • Til að auka öryggiskennd skiptir máli að svara spurningum barna, leggja áherslu á eðlilegt líf og halda daglegum venjum og reglum eins og hægt er miðað við aðstæður.
  • Viðbrögð barna eru mismunandi eftir aldri og upplagi. Þau heyra það sem sagt er og sjá það sem fram fer og draga ályktanir sínar byggðar á því og þroska sínum. Það er því mikilvægt að fullorðið fólk hafi aðgát í nærveru barna.
  • Börn þurfa ástúð og eiga að fá að vera börn. Best er að reyna að hlífa börnum sem mest við áhyggjum fullorðna fólksins þó þeim sé jafnframt haldið upplýstum. Þá skiptir það miklu að ýtt sé undir leik, gleði og sköpunarþörf.

 

Rauði krossinn hefur gefið út efni um sálrænan stuðning á mörgum tungumálum - sem hægt er að nálgast hér að neðan https://www.raudikrossinn.is/media/baeklingar/saelraen_tvibrot.pdf
https://www.raudikrossinn.is/media/baeklingar/saelraen_enska.pdf


Getum við bætt efni þessarar síðu?