Fara í efni

Heima er þar sem hjartað slær

22.08.2022 Fréttir

Enn er hægt skoða sýninguna Heima er þar sem hjartað slær sem er í stigagangi Safnahússins.
Sýningin er opin á opnunartíma hússins, virka daga frá klukkan 8:30-19 og um helgar frá klukkan 10-16 og er síðasti sýningardagur föstudagurinn 2. september.

Sama hvar maður er staddur í heiminum, sama hvaða tungumál er talað, hefur listin þann eiginleika að tengja fólk þvert á landamæri. 

Heima er þar sem hjartað slær er myndlistarsýning í sífelldri þróun sem býður konum frá öllum heimshlutum að koma saman og búa til listaverk sem endurspeglar hvaða merkingu „heima“ hefur fyrir þær. Verkefnið er alþjóðlegt samstarf íslenska listamannsins Önnu Mariu Cornette og bandaríska listamannsins og listkennarans Gillian Pokalo. Anna María og Gillian bjóða upp á röð vinnustofa þar sem konum, sem hafa reynslu af því að halda heimili í mismunandi heimshlutum, er boðið að búa til listaverk með silkiprentuðu myndefni. Fullunnum verkunum er síðan breytt í klukkur, sem minna á okkar eigin hjartslátt.

Sýningin er styrkt af Bókasafnssjóði og hluti efnis er gefið af bandaríska listvöruframleiðandanum Speedball Art.

Heima er þar sem hjartað slær
Getum við bætt efni þessarar síðu?