Fara í efni

Minningardagur um skriðuföllin á Seyðisfirði

15.12.2022 Fréttir

Þann 18.desember næstkomandi verða liðin tvö ár síðan stærsta aurskriða á Íslandi féll á Seyðisfirði. Bærinn hefur síðan þá náð að gróa og samstaða bæjarbúa aldrei sterkari. Til minningar um atburðinn verður hið einstaka tré tendrað kertum og ljóskerum og fólk er hvatt til að leggja leið sína að trénu með kerti og leggja við hlið þess. Hið einstaka tré stóð af sér hörmungarnar og varð við það ákveðin minnisvarði, tákn um rótgróin styrk og líf sem dafnar.

Viðburðurinn stendur yfir þann 18.desember og er fólki frjálst að koma hvenær sem er. Bókakynning verður haldin í félagsheimilinu Herðubreið frá kl 16:00 -19:00 á bókinni Skriðusögur eftir Katja Goljat og Matjaž Rušt. Vönduð ljósmyndabók sem gefur myndræna sýn á hinn örlagaríka dag og frásagnir bæjarbúa.

 

Minningardagur um skriðuföllin á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?