Fara í efni

Hinsegin íþróttafræðsla í Múlaþingi

31.08.2023 Fréttir

Í septembermánuði mun Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur hjá Samtökunum 78, ferðast um í Múlaþingi með fræðsluna Hinsegin og íþróttir. Fræðslan er fyrir alla iðkendur eldri en 13 ára og allt fólk sem kemur að íþróttastarfi í sveitarfélaginu með einhverjum hætti. Fræðsluátakið er hluti af samstarfssamningi Múlaþings við Samtökin 78.

Byggir á íslenskum rannsóknum

Sveinn hefur rannsakað upplifun hinsegin fólks í íþróttum á Íslandi (sjá hér) og byggir fræðslan til dæmis á þeirri rannsókn. Fræðslan hefur hlotið afar góðar viðtökur hjá þeim fjölmörgu íþróttafélögum sem hana hafa sótt en þó fræðslan byggi alltaf á sama grunni þá er hver fræðsla sérsniðin að hverjum hópi fyrir sig.

Fræðsla fyrir foreldra og forráðafólk

Á miðvikudagskvöld klukkan 20:15 verður fræðsla sem sérstaklega er ætluð foreldrum og forráðafólki barna sem stunda íþróttir í Múlaþingi. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Menntaskólans á Egilsstöðum en verður einnig streymt í gegnum Teams. Hlekk á þá fræðslu má finna hér.

Múlaþing hvetur allt fólk sem hefur áhuga eða aðkomu að íþróttum í sveitarfélaginu til þess að mæta á fræðslu, hvort sem er í persónu eða í gegnum netið.

Hinsegin íþróttafræðsla í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?