Fara í efni

Hópfjármögnun Tækniminjasafns Austurlands á Karolina fund eftir aurskriðuna stóru á Seyðisfirði 18. desember 2020

11.03.2021 Fréttir

Tækniminjasafn Austurlands hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolina fund sem nú er við að ljúka, mánudaginn 15. mars.

Eyðileggingin sem safnið stendur frammi fyrir er gríðarleg.

Skriðan gjöreyðilagði þrjú húsa þess auk þess sem aðrar fasteignir og safnasvæðið sjálft urðu fyrir umtalsverðum skemmdum og með öllu óvíst hvort að hægt verði að nýta það áfram undir safnastarf. Þá varð stór hluti safnkostsins, hjarta og undirstaða hvers safns, fyrir skriðunni. Margir ómetanlegir safnmunir með mikla og merka sögu eru horfnir að eilífu auk hinna sögulegu húsa og við því er ekkert hægt að gera. En öðrum gripum hefur verið bjargað úr rústunum, í misgóðu ástandi þó.

Mjög tímafrek vinna er fram undan við að koma skipulagi á, hreinsa og skrá það sem við munum finna. Til þess þurfum við að geta greitt fólki laun, komið upp nýju geymsluhúsnæði og keypt þau aðföng sem til þarf til að tryggja eins góða varðveislu og hægt er.

Aðrar byggingar safnsins eru einnig á því svæði sem búið er að lýsa yfir að ekki er hægt að verja svo viðunandi sé og tæming þeirra bygginga er því einnig yfirvofandi.

 

Tengill á söfnunina er hér.

Tengill á kynningarmyndband má finna hér.

 

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, s. 895-7966, elfa@tekmus.is.

Hópfjármögnun Tækniminjasafns Austurlands á Karolina fund eftir aurskriðuna stóru á Seyðisfirði 18. …
Getum við bætt efni þessarar síðu?