Fara í efni

Hraðaminnkandi aðgerðir

05.05.2022 Fréttir

Á næstunni verða settar upp forsteyptar umferðareyjur með skiltum á völdum stöðum í þéttbýli Múlaþings til að minnka hraða. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi aðferð er notuð í Múlaþingi en aðferðin er þekkt víða um land. Þeir staðir sem urðu fyrir valinu eru:

  • Við leikskólann á Garðarsvegi á Seyðisfirði
  • Við gangbraut yfir Votihvamm á Egilsstöðum
  • Við gangbraut í Kelduskógum á Egilsstöðum
  • Við leikvöll og sleðabrekku í Mánatröð á Egilsstöðum

Það er von okkar á framkvæmdasviðinu að íbúar og vegfarendur verði jákvæðir gagnvart þessum aðgerðum sem við reynum núna til að minnka hraðann og að vegfarendur virði hámarkshraða í þessum götum og taki sérstaklega mikið tillit til gangandi vegfarenda sem margir hverjir eru ungir á árum.

Forsteyptar einingar sem draga eiga úr hraða
Forsteyptar einingar sem draga eiga úr hraða
Getum við bætt efni þessarar síðu?