Fara í efni

Hreinsun í bænum og bráðabirgðavarnir

23.02.2021 Fréttir Aurskriður á Seyðisfirði

Skipulag vikunnar 22. - 26. febrúar varðandi hreinsun og bráðabirgðavarnir á Seyðisfirði.

Hreinsun útivið:

  • Ljúka hreinsun við Tækniminjasafn.
  • Haldið áfram hreinsunarstarfi í Slippnum.
  • Hreinsun á götum sópur, Botnahlíð, Múlavegur, Austurvegur Hafnargata ofl.
  • Hreinsað verður brak úr fjörum út að Hánefsstöðum að sunnan og Vestdalseyri að norðan.

Bráðavarnir:

  • Unnið að hönnun og undirbúningi fyrir ræsi undir Hafnargötu.
  • Grjótvörn neðst í Breiðablikslæk.
  • Aðrar bráðavarnir bíða færis en ekki er hægt vinna við þær sem stendur vegna bleytu.

Munahreinsun:

  • Ljúka við Framhús og Sandfell.
  • Mögulega byrjað á Tækniminjasafni.
Ljósmynd Ómar Bogason.
Getum við bætt efni þessarar síðu?