Þjónustumiðstöð:

Frá og með föstudeginum 26. febrúar sl. hætti viðvera starfsfólks í þjónustumiðstöð almannavarna á Seyðisfirði. Áfram verður tekið á móti erindum í síma 839-9931 eða með tölvupósti sey@logreglan.is.

Spurningar sem hafa borist í kjölfar íbúafunda og til þjónustumiðstöðvar eru settar með svörum á vef Múlaþings, mulathing.is, jafnóðum og þau berast. Þar má finna fróðleik og svör við mörgum spurningum.

Félagsþjónusta Múlaþings býður upp á viðtöl á mánudögum í Íþróttahúsi Seyðisfjarðar.

Sálfræðiþjónusta er í boði á miðvikudögum á heilsugæslu HSA á Seyðisfirði, athugið að panta þarf tíma hjá HSA 470-3000 eða hægt að fá aðstoð við tímabókanir hjá félagsþjónustunni eða þjónustumiðstöð almannavarna í Herðubreið.