Fara í efni

Hreinsunarstarf og munahreinsun

02.02.2021 Fréttir Aurskriður á Seyðisfirði

Verkefnaáætlun 1.-5. febrúar 2021

 

* Framhúsið og Breiðablik verða hífð í vikunni.

* Hreinsun úti fer fram á tveimur stöðum, hjá Slippnum og Tækniminjasafninu. Þegar búið er að fjarlægja húsin mun hópur frá Tækniminjasafninu byrja að hreinsa þau svæði sem verða aðgengileg við flutning húsanna.

* Búið er að setja upp bráðavarnagarðana ofan við Múla og að mestu ofan við Botnahlíð. Bráðavarnagarðar við Nautaklauf klárast í vikunni og byrjað er að keyra upp úr damminum þar sem frost er nú í vegum.

* Vinna er í gangi í görðunum ofan við slippinn

* Verið er að vinna að hönnun á svæðinu milli Fossgötu og Búðarár.

* Munahreinsun gengur vel, sem stendur er verið að hreinsa muni úr Silfurhöllinni.

Hreinsunarstarf og munahreinsun
Getum við bætt efni þessarar síðu?