Fara í efni

Hringrásarhagkerfið kynnt

Austurbrú hefur látið gera myndband þar sem hringrásarhagkerfið er kynnt með einföldum og aðgengilegum máta. Um er að ræða fjögurra mínútna myndband þar sem hugtakið „hringrásarhagkerfi“ er kynnt á einföldu en kjarnyrtu máli. Myndbandið er stutt og skemmtilegt, það er textað á ensku og unnið af og í samstarfi við listamennina Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler.

Á heimasíðu Austurbrúar kemur fram að sótt hafi verið um styrk í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fyrir um ári síðan, þar sem markmiðið var að vinna að vitundarvakningu á Austurlandi um hringrásarhagkerfið. Þar kemur einnig fram að myndbandið hafi verið kynnt á heimasíðu Austurbrúar og á samfélagsmiðlum og nú sé ætlunin að kynna myndbandið fyrir íbúum Austurlands, með því að senda það í alla skóla, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

 

Tengill á frétt um myndbandið á heimasíðu Austurbrúar er hér


Getum við bætt efni þessarar síðu?