Fara í efni

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

Laus eru til umsókna fjöldamörg spennandi sumarstörf hjá Múlaþingi. Störfin eru af ýmsu tagi og henta til dæmis skólafólki og öðrum sem hafa áhuga á því að spreyta sig á nýjum vettvangi.

Dæmi um störf eru verkstjórar í Vinnuskóla, forstöðuaðilar og starfsfólk í Sumarfrístund, flokkstjórar, starfsfólk á íþróttavöllum o.fl. Eru þessi störf ýmist nú þegar opin fyrir umsóknir eða opna á allra næstu dögum.

Er sótt um á Alfreð.is og hvetjum við áhugasöm til að fylgjast með og sækja um.


Getum við bætt efni þessarar síðu?