Fara í efni

Hvað þýðir þessi sameining fyrir ungt fólk í Múlaþingi - ungmennaþing 2022

Ungmennaþing 2022 er þing fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum Múlaþings. Er það ungmennaráð Múlaþings sem stendur fyrir þinginu og hefur séð um alla skipulagningu.

Yfirskrift þingsins í ár er „Hvað þýðir sameining fyrir okkur?“ og er markmiðið að fá að heyra raddir ungmenna í Múlaþingi og á hvað þau vilja leggja áherslu varðandi umhverfis- og samgöngumál, íþrótta- og æskulýðsmál og grunnskóla og félagsmiðstöðvar.

Stendur þingið frá klukkan 11:00-15:00 og byrja á því að allir þinggestir fá pizzur og drykki. Í kjölfarið er þingið sett, það eru ávörp bæjarstjóra, forseta og formanns ungmennaráðs, sprell og fjör og vinnusmiðjur þar sem unnið er með spurningar undirbúnar af ungmennaráði.

Í lokin er pallborð með oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði til sveitarstjórnakosninga í Múlaþingi. Fá ungmennin þá tækifæri til að spyrja þeirra spurninga sem á þeim brennur og fá að heyra kynningar framboðanna á þeirra áherslum fyrir næsta kjörtímabil.

Er þátttaka í Ungmennaþingi mikilvægur þáttur í því ungmennalýðræði sem ungmennaráð Múlaþings hvetur til í sveitarfélaginu og er það von ráðsins að allir þinggestir mæti til leiks með gleðina að vopni.


Getum við bætt efni þessarar síðu?