Fara í efni

Hefurðu kynnt þér heimasíðu Múlaþings?

09.02.2022 Fréttir

Rúmt ár er nú síðan heimasíða Múlaþings, mulathing.is, fór í loftið. Heimasíðan, sem er í stöðugri þróun, hefur tekið talsverðum breytingum frá þeim tíma. Nú eru til dæmis í þróun svo kallaðar kjarnasíður en hægt er að komast inn á þær í gegnum myndirnar fjórar efst á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins. Kjarnasíðunum er ætlað að veita upplýsingar um hvern byggðakjarna, sem grundvallast á gömlu sveitarfélögunum. Gert er ráð fyrir að þar verði aðgengilegar fréttir, tilkynningar og upplýsingar um viðburði á hverju svæði, ljósmyndir, fundargerðir heimastjórna og fleira.

Á heimasíðu Múlaþings er stefnt að því að hafa greinargóðar upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins. Þar er til dæmis hægt að fá upplýsingar um gjaldskrár og umsóknir um þjónustu sveitarfélagsins og reglur sem um hana gilda. Mínar síður Múlaþings er aðgangsstýrt svæði þar sem sótt er um ýmsa þjónustu. Innskráning er með rafrænun skilríkjum eða íslykli. Undanfarið ár hefur verið unnið að því að koma sem flestum umsóknum þar inn og er sú vinna enn í gangi. Best er að byrja að leita að umsóknum á umsóknarsíðu heimasíðunnar. Á Mínum síðum eru meðal annars birtar ógreiddar kröfur og hreyfingar á greiddum kröfum, álagning fasteignagjalda og umsóknir til sveitarfélagsins. Í þeim tilfellum sem sótt er um þjónustu í gegnum Mínar síður er hægt að fylgjast með framvindu málsins þar.

Fólk er eindregið hvatt til að kynna sér vel heimasíðu Múlaþings og koma með ábendingar ef einhverjar eru.

 

Kynningarmyndband sem var gefið út um sameinað sveitarfélag, má finna hér.

Hefurðu kynnt þér heimasíðu Múlaþings?
Getum við bætt efni þessarar síðu?